13.01.1917
Sameinað þing: 4. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 61 í B-deild Alþingistíðinda. (699)

42. mál, dýrtíðaruppbót handa embættis- og sýslunnarmönnum landssjóðs

Framsögumaður fjárveitinganefndar Nd. (Gísli Sveinsson):

Jeg vil aðeins gjöra örstutta athugasemd í tilefni af orðum hv. 1. þm. N.-M. (J. J.), og það er af því, að hann var að tjá skoðun sína í nefndinni.

Jeg verð nú að lýsa yfir því, að þessi framkoma hans, er nú kemur á daginn, kemur öllum nefndarmönnum á óvart, nema ef vera skyldi hv. 1. þm. Árn. (S. S.). Hann skilur má ske betur, er sjálfir nefndarmenn skilja sig frá nefndum.

Og þetta kemur oss á óvart, vegna þess, að hann, hv. 1. þm. N.-M. (J. J.), var nefndinni að öllu samþykkur, nema hvað hann vildi útiloka, að þeir, sem jafnframt eru framleiðendur — það er með öðrum orðum stjettarbræður hans, — fengju nokkra dýrtíðarupphót. En till.sú, er hann bar fram, var alt annað; hún var um „sveitarstyrkinn“ eða þurfalingavottorðið, er starfsmenn landsins áttu að fá hjá sveitarstjórnunum, en hana tók hv. þm. aftur.

Hv. þm. (J. J.) hafði nægan tíma til þess að koma fram með brtt., ef ekki hefði annað á skort. Hann sem nefndarmaður, fylgdist alt af með því, er gjörðist í málinu.

Og það getur víst enginn verið annað en undrandi á tvíveðrung þeim, er nú kemur fram hjá hv. þingmanninum.