08.01.1917
Neðri deild: 17. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 40 í B-deild Alþingistíðinda. (77)

5. mál, tímareikningur

Einar Arnórsson:

Jeg ætla að eins að segja nokkur orð til árjettingar því, sem hæstv. forsætisráðherra (J. M.) sagði. Virðist mjer sömuleiðis, að óþarft sje að breyta orðalagi frv., því þar sem stjórninni er leyft að flýta klukkunni með reglugjörð, þá getur hún auðvitað numið þá reglugjörð úr gildi þegar hún vill, og sett aðra nýja, sem ákveður, að seinka skuli klukkunni aftur. Tel jeg því stjórnina hafa algjörlega óbundar hendur í þessu efni, þótt frv. sje samþ. án orðalagsbreytingar.