10.01.1917
Efri deild: 16. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 74 í B-deild Alþingistíðinda. (811)

27. mál, strandferðaskip

Frsm. (Guðjón Guðlaugsson):

Jeg vil að eins beina því til hv. þm. Ak. (M. K.), hvort hann gæti eigi gjört sig ánægðan með það, að tíminn til strandferða, væri lengdur um mánuð, og yrði alt af 9 mánuðum.

Það er öldungis rjett hjá hv. þm. Ak. (M. K.), að viðkomustaðir í vetrarferðum gætu verið miklu færri, og hafnirnar betri, og gæli skipið því verið fljótara í förum. Ætti að vera hægt að miðla hjer málum, svo strandferðir yrðu fleiri, og millilandaferðir yrðu líka.

Og stór framför væri það, frá dauða þeim, er nú ríkir, ef skipið gæti gengið fram til ársloka, og færi þá í millilandaferðir, sem það væri í til miðsvetrar.

Jeg álít, að ummæli hv. þm. Ak. (M. K.) sjeu nú, eins og endranær, mjög skynsamleg og í fylsta máta þess verð, að þeim sje gaumur gefinn, eftir því sem hægt er.