10.01.1917
Efri deild: 16. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 75 í B-deild Alþingistíðinda. (812)

27. mál, strandferðaskip

Sigurður Eggerz:

Jeg vil enn leggja áherslu á, að frá frumvarpsins hálfu er ekkert því til fyrirstöðu, að skipið gengi lengur en 7—8 mánuði í strandferðir. Og jeg verð að líta svo á, að stjórnin að sjálfsögðu telji sjer skylt, að láta skipin ganga, ef þörf krefur og nauðsynin á frekari millilandaferðum er því ekki til fyrirstöðu. Jeg leyfi mjer að vænta þess, að hv. þm. Ak. (M. K.) láti sjer nægja, ef jeg gef yfirlýsingu í þessa átt í nafni samgöngumálanefndanna.