11.01.1917
Efri deild: 17. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 82 í B-deild Alþingistíðinda. (817)

27. mál, strandferðaskip

Sigurður Eggerz:

Það er í tilefni af ræðu háttv. þm. Ak, (M. K.) við 1. umr. þessa máls, er hneig í þá átt, að strandferðaskipið væntanlega yrði ætlað til strandferða alt árið, að jeg skal taka það fram, að samvinnunefndin í samgöngumálunum telur rjett, að stjórnin láti hið væntanlega strandferðaskip fara fleiri ferðir en þær, sem á áætlun standa, ef þörf krefur, og nauðsynin til millilandaferða er því ekki til fyrirsjáanlegrar fyrirstöðu.

Jeg vænti nú að háttv. þm. Ak. (M. K.) sætti sig við þessa yfirlýsingu frá samvinnunefndinni.