12.01.1917
Efri deild: 18. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 106 í B-deild Alþingistíðinda. (865)

40. mál, kaup á eimskipum til vöruflutninga

Eggert Pálsson:

Hver stundin er nú orðin dýrmæt, og skal jeg ekki halda langa ræðu. Jeg vildi að eins gjöra stuttlega grein fyrir afstöðu minni til þessa máls. En hún er í stuttu máli þessi, að jeg get ekki greitt frv. atkv. mitt. Mjer finst of mikið ráðist með því, að veita landsstjórninni heimild til að kaupa mörg skip. Vjer höfum hjer eitt skipafjelag, sem vjer viljum styrkja, og mjer finst það fara nokkuð öfuga átt við þennan vilja, að landsstjórninni sje heimilað að kaupa mörg skip, sem auðvitað yrðu keppinautar Eimskipafjelagsins. Hitt líst mjer miklu nær, að vjer tækjum drýgri þátt í fjárframlögum til Eimskipafjelagsins, svo að það gæti keypt tvö skip nú þegar til viðbótar við þetta eina skip, sem eftir er. En nú er það of seint að breyta um stefnu eða aðferð í þetta sinn í þessu máli eru nú þrjár leiðir fram undan, sem sje, að vera með því, eða móti, eða láta það afskiftalaust, greiða hvorki atkv. með því eða móti. Og þann kostinn ætla jeg að taka.