10.01.1917
Efri deild: 16. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 136 í B-deild Alþingistíðinda. (907)

28. mál, verslunarlóð Bolungarvíkur

Magnús Torfason:

Leyfi mjer að óska þess, samkvæmt almennri beiðni manna í Bolungavík, að frv. þetta nái fram að ganga, en jafnframt því að vekja athygli hæstv. forseta á því, að nafnið á verslunarstaðnum Bolungarvík er ekki rjett, hvorki í fyrirsögninni eða greinum frumvarpsins. Verslunarstaðurinn heitir Bolungavík. Hefi jeg átt tal um þetta við háttv. flm. málsins í Nd. (Sk. Th.) um að þessu skyldi breytt, og hygg jeg, að leiðrjetta megi þetta í próförk.