11.01.1917
Efri deild: 17. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 163 í B-deild Alþingistíðinda. (957)

42. mál, dýrtíðaruppbót handa embættis- og sýslunnarmönnum landssjóðs

Forseti:

Jeg skal geta þess, að fjárveitinganefndin hefir beðið mig að mælast til þess við hv. þingmenn, að þeir sitji kyrrir í sætum sínum eftir fundarslit, svo að hún geti ráðfært sig við þá um ýms mikilvæg málefni, og verða þá allir áheyrendur að víkja burtu.