12.01.1917
Efri deild: 22. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 196 í B-deild Alþingistíðinda. (996)

Þinglok efri deildar

Forseti:

Jeg þakka þessi vinmæli til mín. En þá er eftir sú óskin, sem jeg veit að ríkust er í hugskoti voru, og hún er þessi: Hamingjan verndi ættjörð vora, svo að hún komist klaklaust út úr þeim veraldarháska, sem nú vofir yfir öllum þjóðum í þessari heimsálfu.

Höfum ekki orðin mörg. Neitum allrar orku vorrar í þarfir þjóðarinnar.

Stöndum upp!

(Allir stóðu upp).

Jeg þakka!