18.07.1917
Neðri deild: 13. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1269 í B-deild Alþingistíðinda. (1004)

64. mál, tollalög

Jörundur Brynjólfsson:

Örstutt aths. við orð hv. þm. Dala. (B. J.). Jeg tók fram, að jeg vildi ekki hækka vindlingatollinn tekjuaukans vegna.. Er jeg talaði um reynslu mína, átti jeg við viðkynningu mína við mína nemendur. Jeg hefi því miður orðið var við spillingu þá á gáfnafari og lunderni, er vindlingareykingar unglinga valda, og benti á þetta sem leið til þess, að hún mætti fara minkandi.