08.08.1917
Neðri deild: 28. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1343 í B-deild Alþingistíðinda. (1124)

74. mál, sveitarstjórnarlög

Frsm. (Einar Árnason):

Jeg stend upp til að minnast á brtt. háttv. 1. þm. S.-M. (Sv. Ó.), á þgskj. 349. Hún er þess efnis, að í staðinn fyrir 6 kr. fæðispeninga og ferðakostnað á dag handa hverjum sýslunefndarmanni, komi 5 kr. Nefndin, sem mál þetta hefir til meðferðar, hefir athugað tillöguna og leggur til, að hún sje feld, því að hún telur 6 kr. borgun eftir öllum atvikum hæfilega.