08.08.1917
Neðri deild: 28. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1346 í B-deild Alþingistíðinda. (1129)

74. mál, sveitarstjórnarlög

Magnús Guðmundsson:

Jeg var ekki á því hreina með, hvort háttv. 1. þm. S.-M. (Sv. Ó.) viðurkendi, að það væri rjett hjá mjer, að hreppana munaði þetta ekki nema 1 kr. á dag. (Sv. Ó.: Setjum sýslu fyrir hrepp). Þá hefir háttv. þm. (Sv. Ó.) sagt annað en hann meinti, og það skiftir ekki litlu, hvort átt er við hreppa eða sýslur, því að hreppar eru um 200 á landinu, en sýslur ekki 20.