04.08.1917
Efri deild: 22. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1401 í B-deild Alþingistíðinda. (1243)

93. mál, eignarnám eða leiga á brauðgerðarhús o.fl.

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Þetta mál ér hingað komið frá háttv. Nd. Það var bjargráðanefnd þeirrar háttv. deildar, sem kom fram með það, og hefir hún mælst til, að því yrði hraðað sem mest.

Eins og kunnugt er urðu allmiklar umræður um málið í háttv. Nd., sjerstaklega um 7,—10. gr. frv., sem ræða um leigutöku á brauðgerðarhúsum. Fanst sumum það vafasamt, að heimild mundi til þess vera í núgildandi lögum að framkvæma það, sem þar er farið fram á, og þótti við því búið, að húseigendur mundu verða hart úti. Brtt. um að nema þetta burt úr frv. kom að vísu fram, en var feld, þó ekki með stórvægilegum meiri hluta atkv.

Að svo stöddu mun jeg ekki fara frekar út í einstök atriði frv., en leyfi mjer að eins að óska þess, að málinu verði vísað til 2. umr., og til bjargráðanefndar þessarar háttv. deildar.