27.08.1917
Efri deild: 40. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1429 í B-deild Alþingistíðinda. (1288)

111. mál, friðunartími hreindýra

Frsm. (Guðmundur Ólafsson):

Jeg þarf ekki að fara mörgum orðum um frv. þetta.

Hreindýr voru friðuð hjer með lögum 1901 í 10 ár, eða til 1. jan. 1912. Á þinginu 1911 var friðunartíminn framlengdur til 1. jan. 1917. Síðan hafa þau því verið ófriðuð.

Flm. þessa frv., sem kunnir eru þessu máli, halda því fram, að mjög hægt gangi með fjölgun hreindýra og að mikil hætta sje á því, að þeim muni verða útrýmt á skömmum tíma, ef þau verða ekki friðuð framvegis; þau sjeu svo fá enn.

Landbúnaðarnefnd Ed. hefir fallist á þá skoðun flm., og leggur því til, að frv. verði samþ. óbreytt.