14.08.1917
Neðri deild: 33. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1433 í B-deild Alþingistíðinda. (1298)

112. mál, herpinótaveiði á fjörum inn úr Húnaflóa

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg skal ekki deila um tilgang frv.; hann getur verið ljós bæði flutnm. og nefndinni, en jeg get ekki fallist á, að 2. gr. bæti úr 1. gr., eins og hv. þm. Stranda. (M. P.) hjelt fram. Þar er að eins tiltekinn einn einasti fundur, sem á að boða til. Hvort heppilegra er, að allar sýslurnar sjeu saman, skal jeg ekkert um segja, en jeg staðhæfi það, að a. m. k. þýði ekki að vísa til 2. gr., því að samkvæmt orðalagi frv. er hverri einni sýslunefnd gefin heimild til að að gera samþykt fyrir alt svæðið.