09.08.1917
Neðri deild: 29. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1439 í B-deild Alþingistíðinda. (1318)

113. mál, lýsismat

Frsm. (Matthías Ólafsson):

Jeg hefi enga ástæðu til að fjölyrða um þetta frv. Það getur ekki verið neinum til meins, en er lýsisframleiðendum til bóta. Í athugasemd við frv. er gerð grein fyrir nauðsyn þess og það tekið fram, að vænta megi betra verðs á lýsi, ef mat yrði lögleitt. Jeg geri ekki ráð fyrir því, að nokkur hafi nokkuð við frv. að athuga, og þykist því ekki að svo komnu þurfa að færa fleira fram málinu til styrktar.