05.09.1917
Efri deild: 48. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1457 í B-deild Alþingistíðinda. (1366)

135. mál, kornforðabúr

Frsm. (Guðjón Guðlaugsson):

Landbúnaðarnefndin hefir athugað þetta mál og komist að þeirri niðurstöðu, að ekki beri að breyta því neitt, heldur samþykkja það orðrjett eins og það er. Háttv. þm. hafa sjálfsagt tekið eftir nefndarálitinu á þgskj. 757, og geta sjéð, í hverju breytingin liggur, frá því sem gildandi lög hljóða um. Breytingin er að eins ein, og hún er það, að landssjóður skuli endurgreiða sveitarsjóði — það stendur í 6. gr. frv. — vexti af þeim hluta forðans, sem eigi er notaður, þó eigi yfir eina krónu fyrir 100 kg. korns í þessum hluta forðans. Þegar það fór hjeðan úr deildinni, þá voru það 80 aurar, en nú ein króna; það er nokkru meiri byrði á landssjóði heldur en áður, en þó eigi svo, að fráfælandi sje að samþykkja það óbreytt.

Að öðru leyti er þetta frv. uppprentun úr kornforðabúrslögunum frá 9. júlí 1909 og 10. nóv. 1913, og ekkert nýtt í því annað en þetta, sem jeg hefi getið um, og þessi háttv. deild lagði til, þegar hún afgreiddi það til Nd. Nú er gjaldið 20 aurum hærra, og vil jeg fyrir mitt leyti — og sömuleiðis fyrir nefndarinnar hönd — leggja til, að frv. þetta verði samþykt óbreytt.