13.08.1917
Neðri deild: 32. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1470 í B-deild Alþingistíðinda. (1385)

131. mál, seðlaupphæð

Frsm. (Magnús Guðmundsson):

Af því, að jeg sá ekki brtt. á þgskj. 431 fyr en nú á fund var komið, hefi jeg ekki getað borið mig saman við meðnefndarmenn mína um hana, og mælist jeg því til, að málið sje tekið út af dagskrá.

Það er misskilningur hjá háttv. þm. N.-Þ. (B. Sv.), að jeg hafi sagt, að landsstjórnin stæði í samningum við Íslandsbanka um lántöku; um það hefi jeg ekkert sagt, en talaði um hitt, að hún væri að semja við bankann um seðlaútgáfurjettinn.