14.09.1917
Neðri deild: 60. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1560 í B-deild Alþingistíðinda. (1467)

146. mál, almenn hjálp

Einar Jónsson:

Nú lofa allir að vera stuttorðir, og því ætla jeg og að lofa, og líka efna.

Hæstv. fjármálaráðherra (S. E) furðaði sig á því, að jeg hefði gefið í skyn, að kolunum yrði órjettlátlega úthlutað. Jeg sagði ekki, að það yrði, heldur að það gæti orðið. Hann kvaðst álíta 120 kr. ofhátt fyrir smálestina. Jeg verð þá að álíta, að fátækir menn geti ekki keypt kolin við þessu verði. Hvað er þá verið að gera hjer annað en styrkja efnamennina og beita fátæklinga grálegu misrjetti? Því er engin ástæða til að greiða frv., þannig breyttu, atkv. Ef það gæti orðið fátæklingum til hjálpar, gæti jeg verið með því, en þegar sjálfir meðhaldsmenn frv. segja, að fátæklingar sjeu samt útilokaðir frá að kaupa kolin, sje jeg ekki ástæðu til að greiða því atkv.

Hæstv. fjármálaráðherra (S. E.) fanst jeg ekki hafa skilning á kjörum fátæklinga. Jeg vil halda því fast fram, að jeg skilji þau eins vel og hann, og á þeim skilningi grundvallaðist það, sem jeg sagði af fúsum vilja og fullu viti. Aðalatriðið er fyrir mjer það, að þegar það er sannað, að fátæklingar geti ekki keypt kolin hvort sem er, sje ekki ástæða til að ívilna efnamönnum,