10.08.1917
Neðri deild: 30. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1562 í B-deild Alþingistíðinda. (1472)

150. mál, dósentsembætti í læknadeild Háskóla Íslands

Framsm. (Magnús Pjetursson):

Mentamálanefnd hefir borið frv. þetta fram hjer í háttv. deild eftir tilmælum stjórnarinnar. Það þarf ekki að gera sjerstaklega grein fyrir framkomu þess hjer, því að það er nægilega skýrt í greinargerð frv. En jeg vil að eins leggja áherslu á, að þar sem þingið hefir viðurkent með fjárveitingu í síðustu fjárlögum, að þörf sje á kenslu í þessum greinum, og þar eð allir eru sammála um, að maðurinn, sem völ er á, sje ágætlega fær til þessa starfa, er það augljóst, að rjett sje að tryggja sjer hann, svo að hann eigi ekki undir högg að sækja með fjárveitingu í hverjum fjárlögum.