22.08.1917
Neðri deild: 40. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1572 í B-deild Alþingistíðinda. (1495)

162. mál, bráðabirgðahækkun á burðargjaldi

Jörundur Brynjólfsson:

Jeg og háttv. 1. þm. Árn. (S. S.) höfum leyft okkur að koma fram með brtt. við 1. gr. frv. Í henni er prentað mál undanskilið hækkuninni. Helst hefði jeg kosið, að frv. væri ekki samþ. í nokkurri mynd. Fyrst og fremst gefur það ekki mikinn tekjuauka, og í öðru lagi tel jeg ekki rjett að leggja skatt á andleg viðskifti manna. Nú er örðugt um alla blaða- og bókaútgáfu, og gæti þessi aukni skattur komið allhart niður þar. Brtt. okkar má því frá minni hlið skoðast sem varatillaga, því að helst hefði jeg kosið, að frv. væri ekki samþ. í nokkurri mynd.