12.09.1917
Efri deild: 55. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1644 í B-deild Alþingistíðinda. (1565)

164. mál, tekjuskattur

Fjármálaráðherra (S. E.):

Út af því, að tveir háttv. þm. hafa verið að ræða um tekjur mínar, þá vil jeg taka það fram, að þrátt fyrir það, þótt jeg yrði að greiða háan tekjuskatt fyrir tekjur mínar árið 1917, þá er jeg vitanlega miklu færari um það nú heldur en að greiða áður minni tekjuskatt með langtum minni tekjum, og það sýnir meðal annars, að skatturinn er rjettlátur.

Jeg vil leggja eindregið með því, að frv. nái fram að ganga.