14.09.1917
Neðri deild: 60. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 590 í B-deild Alþingistíðinda. (173)

1. mál, fjárlög 1918 og 1919

Fjármálaráðherra (S. E.):

Jeg vil taka það fram, að mjer þykir leitt að heyra, að það skuli, að órannsökuðu máli, dregið í efa, að skýrslur sýslumanna í þessu efni sjeu rjettar. Og er rjett að geta þess, að í sumum sýslum hafa sýslumenn fengið minni dýrtíðaruppbót, einmitt vegna þess, hve skrifstofukostnaður þeirra er hár.