21.08.1917
Efri deild: 35. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1830 í B-deild Alþingistíðinda. (1772)

54. mál, húsmæðraskóli á Norðurlandi

Guðmundur Ólafsson:

Það er misskilningur hjá háttv. frsm. (E. P.), að skólann skuli miða við að eins tvær sýslur. Sú skoðun kom ekki fram í nefndinni, og jeg lít svo á, að hann eigi að vera fyrir alt Norðurland.

Annars geri jeg ráð fyrir, að skólarnir verði nokkuð margir, ef gera skal öllum jafnhátt undir höfði.