07.08.1917
Neðri deild: 27. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1869 í B-deild Alþingistíðinda. (1847)

66. mál, gjöld til holræsa og gangstétta á Akureyri

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg vil mæla með því, að þessu frv. verði vísað til 2. umr., en tel það svo einfalt og óbrotið, að ekki þurfi nefnd í það. Í greinargerð frv. eru skýrt teknar fram ástæðurnar fyrir því, hvers vegna það er fram komið. Er það einkum vegna þess, að undir umboð þetta heyra Ólafsvík og Sandur. Auðvitað er alt öðru máli að gegna um einstakar jarðir. Óskir hafa komið frá mönnum fyrir vestan um, að umboðið haldist. Jafnvel hreppstjórarnir, sem gagn hafa af lögunum, nr. 30, 20. okt 1913, hafa álitið rjett, að þetta umboð haldist, þótt önnur sjeu niður lögð. Vil jeg því mælast til, að frv. þetta verði samþ. hjer í háttv. deild. Það hefír að vísu í för með sjer ofurlítil útgjöld fyrir landssjóð, en það er gróði að hafa til þessa starfsmann, er geti gefið sjer tíma til þess, en hefir það ekki að aukastarfi. Geri jeg ráð fyrir, að frv. þetta fái að ganga til 2. umr., og eins og jeg hefi áður sagt tel jeg ekki þörf á því að vísa því til nefndar.