23.08.1917
Neðri deild: 41. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1874 í B-deild Alþingistíðinda. (1856)

66. mál, gjöld til holræsa og gangstétta á Akureyri

Sveinn Ólafsson:

Mjer finst rjett af mjer, úr því að svona mál sem þetta liggur fyrir, að taka til þess afstöðu, því að jeg ætti að vera flestum kunnugri því, sem hjer er um að ræða, og mjer finst, að menn ætlist til, að jeg láti í ljós álit mitt. Það er enginn vafi á því, að það álit háttv. þm. Mýra. (P. Þ.), að brtt. háttv. 2. þm. N.-M. (Þorst J.) sje allsendis óþörf, hlýtur að stafa af ókunnugleika um staðháttu. Eftir því, sem jeg hefi kynt mjer þetta mál fyrir vestan, hefi jeg sannfærst betur og betur um, að þar stæði alveg eins á og í Múlasýslum. Það getur að vísu verið, að fleiri þjóðjarðir sjeu óseldar í Arnarstapaumboði en Múlasýslu, en það skiftir litlu máli, því að á báðum stöðum eru eftir jarðir, sem verða ekki seldar og skifta má í smálóðir, og sennilegt er, að eftirleiðis verði að hafa annað fyrirkomulag á báðum þessum stöðum en annarsstaðar, þar sem engar eru fjölbýlisjarðir.

Vitanlega eru lögin frá 20. okt. 1913 til orðin vegna þess, að þá voru lögin um sölu þjóðjarða komin til framkvæmda, og þar sem umboðið lá í landsveit, var ekki annað sýnilegt en að jarðirnar myndu allar hverfa úr eigu hins opiubera. Undantekningar frá þessu voru þar, sem umboðin lágu að sjó og lóðaútmæling hófst og fjölbýli á einstökum jörðum. Nú hafa menn tekið eftir því í Arnarstapaumboði, að svo mundi fara, sem farið hefir á Austurlandi, að jarðirnar hjeldust í eigu þess opinbera, og þyrfti að breyta lögunurn frá 1913. Jeg get vísað til þess, sem háttv. 2. þm. N.-M. (Þorst. J.) sagði um þessar jarðir fyrir austan. Jeg skal engum getum leiða um það, hve margar af landssjóðsjörðum eystra verða seldar, en hvað sem öðru líður, verða þær 4 jarðir, sem hann mintist á, ekki seldar. Það má auðvitað spyrja, hvort sjerstakan mann þurfi til að annast þessar jarðir, en um það gilda sömu ástæður og vestra; með einum og sama manni verður mest samræmi í leigumálanum og umsjóninni með lóðaútmælingunni. Til þess að benda á, að sjerstakt eftirlit muni þurfa með jörðunum, skal jeg geta þess, að um alllangt áraskeið ljek sá vafi á með afgjöld af jörðinni Nesi, að landssjóði galst ekkert þaðan. Samkomulag fjekst eftir langvinnar málaleitanir.

Það gæti virst svo, að þetta mál snerti mig persónulega — mjer hefir jafnvel skilist það á sumum háttv. þm., — og skal jeg því gefa þær upplýsingar, að svo er ekki, því að hjer er verið að ráðstafa þessum starfa eftir minn dag. Jeg get, fyrir mitt leyti, látið mjer standa á sama, hvort brtt. verður samþ. eða ekki, en jeg held, að þessari eign sje betur borgið með því fyrirkomulagi, að sami maðurinn hafi alt eftirlitið á hendi, því að þótt gert sje ráð fyrir því, að hreppstjórar hafi eftirlitið á hendi, er þess að gæta, að bæði er það töluvert erfiði og alls ekki vandalaust. Þeim eru ætluð 6% í innheimtulaun, og er því ekki fyrir miklu að gangast. En oft verður fyrir þá við nánustu nágranna um að vjela, og getur þá sannfæringu stundum skeikað, er taka þarf tillit til vina eða vandamanna.

Annars skal jeg ekki orðlengja um þetta frekar, því að í raun og veru finst mjer þetta ekki skifta miklu máli.