27.07.1917
Efri deild: 16. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1881 í B-deild Alþingistíðinda. (1864)

82. mál, skipun prestakalla

Halldór Steinsson:

Jeg get verið allsherjarnefndinni þakklátur fyrir tillögur hennar í málinu. Hún hefir fallist á frumvarpið að efni til. Brtt. hennar eru að eins orðabreytingar, sem jeg felli mig öllu betur við. Jeg álít það eigi mikilsvert atriði, hvort 3. gr. er feld burt eða látin standa. Það getur verið álitamál, hvort heppilegra er að færa breytingar á lögum inn í sjálf aðallögin eða ekki. Yfirleitt felli jeg mig vel við breytingar nefndarinnar.