27.07.1917
Efri deild: 16. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1890 í B-deild Alþingistíðinda. (1884)

91. mál, manntal í Reykjavík

Flm. (Kristinn Daníelsson):

Við þessa umræðu vil jeg leyfa mjer að skírskota til þess, sem jeg sagði við 1. umr. Án þess, að athugasemdir komi fram frá háttv. deildarmönnum, sje jeg ekki ástæðu til að tefja háttv. deild með neinni ræðu; málið er svo ljóst og umfangslítið, að jeg vænti, að það fái að ganga áfram óhindrað.

Jeg skal einungis geta þess, að það er að eins eitt atriði, sem nokkur ástæða gæti verið til athugasemda, og það er, að hagstofunni sje látið í tje endurgjaldslaust eftirrit af manntalinu. En þetta er svo lítið fje, sem hjer er um að ræða, að varla tekur að tala um það, og það virðist vera eðlilegast, að bærinn leggi til afritið.