09.08.1917
Neðri deild: 29. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1900 í B-deild Alþingistíðinda. (1918)

96. mál, notkun hafna o. fl.

Matthías Ólafsson:

Þetta frv. er komið frá háttv. Ed. og mun hafa verið þar til meðferðar í sjávarútvegsnefnd. Jeg hefi fylgst með frv. frá því fyrsta og álít mikla nauðsyn, að það verði að lögum. Það er kunnugt, að uppsátur eru víðast undir yfirráðum einstakra manna, er því geta gert öðrum óhagræði, ef vilja. Hins vegar virðist frv. þó ekki ganga á rjett einstaklinganna. Þar sem því annars vegar er að ræða um mikið nauðsynjamál, en hins vegar engin óbilgirni er sýnd einstaklingunum, vona jeg, að háttv. Nd. taki frv. vel, og að lokinni þessari umræðu vísi því til sjávarútvegsnefndar, og geri jeg það að tillögu minni.