30.07.1917
Efri deild: 17. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1904 í B-deild Alþingistíðinda. (1926)

106. mál, breyting á tilskipun og fátækralögum

Forseti:

Jeg leyfi mjer að vekja máls á því aftur, sem jeg drap á í gær, að kirkjumál öll eiga að sjálfsögðu að fara til mentamálanefndar. Og jeg sje ekki, að það geri neitt til, þó að enginn lögfræðingur eigi sæti í þeirri nefnd, því að þingsköpin gera einmitt ráð fyrir, að nefndir geti haft mannabýtti. Mentamálanefndin mundi því auðveldlega geta fengið lögfræðing úr allsherjarnefnd sjer til aðstoðar.