18.08.1917
Efri deild: 34. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1949 í B-deild Alþingistíðinda. (1995)

128. mál, stofnun landsbanka

Frsm. (Magnús Torfason):

Jeg vil að eins leyfa mjer að lýsa yfir því, áður en gengið verður til atkv., að fram eru komnar brtt. á þgskj. 502; en nú stendur svo á, að allir nefndarmennirnir og flutnm. brtt. eru dauðir eða hálfdauðir. Nefndinni hefir því skilist, að rjettast sje að lofa frv. að ganga til 3. umr. og taka aftur brtt. sínar, þó með því skilyrði, að háttv. þm. Ak. (M. K.) taki einnig aftur brtt. sínar til 3. umr.