07.09.1917
Efri deild: 50. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 2045 í B-deild Alþingistíðinda. (2054)

139. mál, útmælingar lóða

Frsm. (Kristinn Daníelsson):

Frv. þetta hefir fengið nýja mynd í hv. Nd.; það var upprunalega að eins breyting á 2 greinum, en háttv. Nd. hefir þótt rjettara að taka upp öll lögin, og bætt inn í þau þeim breytingum, sem voru gerðar hjer, og breytt þeim að nokkru um smáatriði, er sjávarútvegsnefndin leggur litla áherslu á. Við ljetum breytingu þessa ná til iðnaðar, en háttv. nefnd í Nd. vill ekki fallast á það, segir, að það komi í bága við stjórnskrána, en við erum ekki sannfærðir um, að það sje rjett hjá háttv. Nd. Við tókum iðnaðinn með af því, að hann var nefndur í gömlu lögunum, en við leggjum ekki þá áherslu á það, að við komum með brtt. Aðalatriðið er, að útmæling fáist til sjávarútgerðar.

Nefndin leggur því til, að frv. verði samþykt.