19.07.1917
Neðri deild: 14. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 2056 í B-deild Alþingistíðinda. (2083)

77. mál, kolanám

Jörundur Brynjólfsson:

Háttv. þm. (B. J.) getur þó ekki borið fyrir það, að hann sagði, að bæjarstjórn Reykjavíkur hugsaði ekkert um þá, sem gætu ekki borgað móinn fyrirfram. Þetta er ekki rjett með farið. Og fyrst að jeg er í bæjarstjórninni, get jeg ekki látið það óleiðrjett.