03.08.1917
Neðri deild: 24. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 2081 í B-deild Alþingistíðinda. (2130)

101. mál, stofnun og slit hjúskapar

Pjetur Þórðarson:

Jeg ætla ekki að fara að halda því fram, að það sje mjög nauðsynlegt að taka brtt. mína fram yfir till. háttv. flm. (E. A.), þótt brtt. sje hugsunarrjettari. En jeg vil leyfa mjer, þrátt fyrir það, að hæstv. forsætisráðherra taldi brtt. mína alveg óþarfa, að halda því fram, að það sje ekki gersamlega óþarft við samningu laganna að gæta þess, að annar aðili sje ekki beittur órjetti við skilnaðinn. Jeg veit, að það hefir komið fyrir, að menn hafa ekki haft annað en einhverja lítilfjörlega átyllu til að heimta skilnað, og aðhald laganna hefir hjálpað til að gera hjúskaparslit, þar sem viðhald hjúskapar var rjettmætt og líklegt til að verða að góðu. Hvort orðið slit verður notað um ákvæði, sem hindra slit, geri jeg ekki að kappsmáli.