23.08.1917
Neðri deild: 41. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 2104 í B-deild Alþingistíðinda. (2155)

110. mál, fátækralög

Frsm. (Magnús Guðmundsson):

Jeg ætla mjer ekki að deila meir um þetta mál, en að eins að svara hv. 1. þm. Reykv. (J. B.) örfáum orðum.

Það hlýtur að vera misskilningur hjá honum (J. B.), sem hann hefir eftir borgarstjóra Reykjavíkur, um að fresturinn í 66. gr. sje ofstuttur, því að það er til fjöldinn allur af úrskurðum, sem sanna einmitt það gagnstæða. Jeg get ekki skilið annað en að það sje einhver önnur grein, sem borgarstjóri hefir átt við. (J. B.: Nei). Þá er þetta algerður misskilningur.