24.08.1917
Efri deild: 38. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 2109 í B-deild Alþingistíðinda. (2169)

137. mál, siglingafáni fyrir Ísland

Karl Einarsson:

Þótt jeg sje flutnm. frv. til laga um íslenskan siglingafána, hefi jeg fallist á tillögu þessa, einkum vegna þess, að svo virðist, sem háttv. Alþingi leggi kapp á, að þessi leið verði farin, og sömuleiðis af því, að jeg þykist þess fullviss, að hæstv. stjórn muni fylgja málinu fram með fullri alvöru og festu, hvor leiðin sem farin er.

Jeg vil taka það fram, að þótt málið sje afgreitt nú með þingsályktunartill., þá er þar með ekki loku fyrir það skotið, að því verði síðar framfylgt með lögum.