07.09.1917
Efri deild: 50. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 2141 í B-deild Alþingistíðinda. (2225)

157. mál, landsreikningarnir 1914 og 1915

Magnús Torfason:

Í tilefni af síðasta lið þessara athugasemda vil jeg biðja háttv. nefnd, eða hæstv. stjórn, um nokkrar upplýsingar.

Síðasti liðurinn er um reikninga landsverslunarinnar. Það virðist svo, sem það sje ekki vel ljóst, hversu mikið fje landssjóður hefir lagt til verslunarinnar, og er töluskakkinn um 600 þús. kr. Það virðist því svo, sem hjer sje um atriði að ræða, sem geti verið allþýðingarmikið. Mig langar því til að fá að vita eitthvað um, hvort nokkuð frekar hafi verið gert til að finna þessa skekkju, og hve mikið innlag landssjóðs sje í raun og veru í verslunina. Enn fremur vil jeg spyrja að því, hvort vörutalning hafi fram farið eða ekki.

Jeg tel rjett, að Alþingi skiljist ekki svo við þetta mál, að hæstv. stjórn fái ekki tækifæri til að skýra frá, hvað þessu líður.