07.09.1917
Neðri deild: 54. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 2168 í B-deild Alþingistíðinda. (2247)

161. mál, uppeldismál

Jón Jónsson:

Það var meining okkar flutningsmanna dagskrárinnar, að ekki yrði farið að verja sjerstakri fjárupphæð til einstakra manna til þess að rannsaka þetta mál.

Þar sem nú er fult útlit fyrir, að skólum verði lokað næsta vetur, þá ættu að fást nógir menn til að vinna að þessu máli fyrir lítið eða ekkert kaup. Jeg trúi t. d. ekki öðru en að háttv. þm. Dala. (B. J.) fengist til þessa, ef hann hefir ekkert að gera við kenslu í vetur. Ef stríðið heldur nú líka lengur áfram, þá yrði skólunum væntanlega líka lokað framvegis, og væri þá nægur tími fyrir skólakennarana til þess að vinna í næði að þessari rannsókn.