15.08.1917
Neðri deild: 34. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 655 í B-deild Alþingistíðinda. (228)

3. mál, fjáraukalög 1916 og 1917

Fjármálaráðherra (B. K.):

Jeg vildi einungis spyrja háttv. fjárveitinganefnd að því, hvað hún á við, er hún segir á þgskj. 447, að undanþiggja skuli aðflutningsgjöldum þær vörur, sem fluttar hafa verið eða fluttar verða hjeðan og hingað úr Vesturheimi, með leyfi ríkisstjórna þar, til stjórnarvalda í Færeyjum. Jeg spyr að þessu fyrir þá sök, að það verður að taka það skýrt fram, að þessar vörur skuli vera undanþegnar vörutolli.