15.08.1917
Neðri deild: 34. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 656 í B-deild Alþingistíðinda. (229)

3. mál, fjáraukalög 1916 og 1917

Framsm. (Bjarni Jónsson):

Jeg skal svara þessari fyrirspurn svo, að nefndin orðaði þetta svona með ráðnum hug, að nefna aðflutningsgjöld, því að til þeirra heyrir vörutollurinn, og eru því vörurnar vitanlega undanþegnar honum. Undanþágan á sem sje að ná til allra aðflutningsgjalda.