14.09.1917
Efri deild: 57. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 2222 í B-deild Alþingistíðinda. (2292)

171. mál, verð á landssjóðsvöru

Magnús Torfason:

Jeg vil leyfa mjer að segja fáein orð í sambandi við atkvæðagreiðsluna. Jeg hafði ætlað mjer að greiða brtt. atkv. Verði nú aðaltill. feld og brtt. sömuleiðis, sem ef til vill má búast við, þá skilur þessi háttv. deild við málið án þess að gera neinar ráðstafanir í því. Jeg vil því mælast til þess, að verði aðaltill. feld, þá sje brtt. ekki borin upp, heldur verði málinu frestað, og mun jeg þá koma fram með nýjar miðlunartill.