15.08.1917
Neðri deild: 34. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 657 í B-deild Alþingistíðinda. (231)

3. mál, fjáraukalög 1916 og 1917

Forsætisráðherra (J. M):

Jeg skal að þessu sinni einungis minnast á eina brtt.

Það mun ekki vera ófyrirsynju, að gert er ráð fyrir skaðabótum til Brynjólfs Einarssonar. Ef það er rjett, sem mjer er sagt, að hann sje fullkominn öryrki, þá sýnist mjer, að skaðabæturnar megi ekki vera minni en 2000 kr., og miða jeg þar við þann styrk, sem sjómönnum ber, ef þeir slasast svo, að þeir verði ófærir til vinnu. Jeg segi þetta ekki til þess að mótmæla háttv. fjárveitinganefnd, heldur einungis sem bending til hennar, af því að komið hefir til orða, að rjett sje, að landssjóður bæti verkamönnum sínum slys, sem þeir verða fyrir í þjónustu hans, á sama hátt og eftir sömu reglum og sjómönnum.