23.08.1917
Efri deild: 37. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 2256 í B-deild Alþingistíðinda. (2353)

168. mál, fjallgöngur og réttir

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Það gleður mig, hversu góðar undirtektir það fær hjá landbúnaðarnefndinni að taka tillöguna út af dagskrá, en jeg lít svo á, að breyting sú, sem jeg óska, sje ekki eingöngu orðabreyting, heldur líka efnisbreyting. Annars álít jeg, að það væri æskilegt, ef nefndin vildi bera ráð sín um tillögu þessa saman við landsstjórnina í heild sinni. Jeg geri ráð fyrir, að það væri heppilegast fyrir framgang málsins.