24.08.1917
Efri deild: 38. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 2257 í B-deild Alþingistíðinda. (2356)

168. mál, fjallgöngur og réttir

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Jeg býst við, að það sje alveg rjett hjá háttv. frsm.

(G. Ó.), að árangur muni verða jafngóður af tillögunni, þótt hún verði samþykt með þeirri breytingu, sem farið er fram á á þgskj 607. Till. er aðgengilegri fyrir stjórnina, ef hún er samþykt með því orðalagi. Það er svo að sjá, sem ætlast sje til þess, að tillagan verði einnig send til háttv. Nd., og ef hún verður samþykt þar, mun stjórnin greiða fyrir málinu eftir föngum.