15.09.1917
Sameinað þing: 7. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 2294 í B-deild Alþingistíðinda. (2397)

191. mál, milliþinganefnd til að íhuga fossamál landsins

Eggert Pálsson:

Jeg er mjög hræddur um, að orð hv. frsm. (M. T.) geti verið misskilin. Mjer heyrðist hann komast svo að orði, að jeg hefði átt upptök að því, að nefndarmennirnir væru kosnir úr flokkum þingsins. En það er vitanlega fjarri öllum sanni. En hafi hann átt við það, að jeg hafi hjer fyrstur minst á það, að tilætlun meiri hluta nefndarinnar hafi verið sú, að 3 nefndarmanna skyldu vera úr þingflokkunum, þá hugsa jeg að ræður okkar beri þess vott, hvor okkar hafi fyr getið um það. Jeg hygg, að allir háttv. þingdm, hafi heyrt hann geta fyrst um það í framsöguræðu sinni, að 3 nefndarmanna skyldi stjórnin taka úr hópi þingmanna, sem er vitanlega sama sem þingflokkarnir bendi á þá.

Jeg skal geta þess, að fyrst hjelt jeg mjer að því, að þrír menn væru í nefndinni, og var með því, að þeir væru skipaðir af stjórninni, óbundið af flokkunum, en þegar jeg gat ekki fengið því framgengt, hallaðist jeg að því að hafa mennina fimm, svo að tveir væru að minsta kosti alveg óbundnir af flokkum þingsins.