06.07.1917
Efri deild: 4. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 2313 í B-deild Alþingistíðinda. (2412)

29. mál, skipun bjargráðanefndar

Flm. (Sigurður Eggerz):

Um það er háttv. 1. þm. Rang. (E. P.) sagði um kornið, þá er það vitanlegt, að stjórnin hefði selt gamla kornið, en látið nýja kornið í kornhlöðurnar. Og geta má þess, að landið hefði grætt stórfje á því að kaupa kol og korn árið 1915.

En það, sem að líkindum var skaðlegast við framkomu Alþingis 1915 í þessu máli, var það, að það dró að miklum mun úr áhuga stjórnarinnar, því að þegar hún fann, hversu þingmenn voru deigir, þá varð hún deigari sjálf.