03.08.1917
Efri deild: 21. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 213 í C-deild Alþingistíðinda. (2573)

36. mál, verðhækkunartollur

Frsm meiri hl. (Halldór Steinsson):

Hv. 2. landsk. þm. (S. E.) mintist á afbrýðissemi andmælenda þessa frv. gagnvart einni stjett. Jeg get ekki sjeð, að þetta nafn sje heppilegt. Jeg vil heldur gefa því annað nafn og kalla það ekki afbrýðissemi, heldur sanngirni. Sanngirni gagnvart einni stjett, að koma í veg fyrir, að hún sje misrjetti beitt.

Hv. þm. (S. E) heldur því fram, að kaupmenn muni ekki enn hafa ákveðið ullarverð. Jeg efast um, að það sje rjett. Jeg hefi nýlega átt tal við kaupmann, sem hefir keypt tugi þúsunda kg. af ull, og kvaðst hann fyrir löngu hafa ákveðið kaupverð á ull þeirri, er hann kaupi.

Að endingu vil jeg mælast til þess, að hv. deild felli frv. við þessa umr. og láti það ekki ganga lengra.