04.08.1917
Neðri deild: 25. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 413 í C-deild Alþingistíðinda. (2736)

87. mál, sala á ráðherrabústaðnum

Sigurður Sigurðsson:

Jeg verð að leiðrjetta eitt atriði hjá hv. frsm. (Þorst. J.). Hann sagði, að jeg hefði lýst húsinu svo illa, að engin mundi vera sá glópaldi að kaupa það háu verði. Þetta gerði jeg alls ekki, Hitt sagði jeg, að það myndi ekki sem vandaðast að gerð, og þyrfti mikið viðhald, eins og önnur timburhús. Jeg tel landinu það sæmilegra að eiga steinhús yfir forsætisráðherra sinn og annað það, er það þarf að byggja yfir. Að því vil jeg stefna, og þess vegna sæta færi og selja nú þetta umrædda hús.