08.08.1917
Neðri deild: 28. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 438 í C-deild Alþingistíðinda. (2756)

99. mál, sveitarstjórnarlög

Björn Stefánsson:

Hv. frsm. (E. J.) gat ekki fallist á tilvitnun mína í biblíuna. Við því er ekkert að segja. Ætli hann að fara að kenna okkur nýtt og fullkomnara siðalögmál, þá er að taka því og hlusta á það, en ekki hefi jeg trú á, að það taki því gamla fram.

Hvað það snertir, að það skilyrði fyrir kosningarrjetti sje eitt nóg, eftir frv., að hafa eignast 4 börn, þá vil jeg bara segja, að það getur naumast talist „góðfús lesandi“, sem fær það út úr því.

Jeg vil skjóta því til forseta, hvort villan í fyrirsögn frv. geti ekki skoðast sem prentvilla, eða hvort jeg þurfi að koma með brtt. við fyrirsögnina fyrir næstu umræðu.