06.09.1917
Neðri deild: 53. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 484 í C-deild Alþingistíðinda. (2798)

107. mál, merkjalög

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Að eins örstutt athugasemd.

Orð mín áðan voru skilin svo, að jeg vantreysti stjórninni til að undirbúa þetta frv. undir þingið.

Þetta er ekki rjettur skilningur. Jeg átti ekki við það, heldur hitt, að stjórnin hefði nú svo mikið að gera, að ekki myndi vinnast tími til að undirbúa málið undir næsta þing, eða næsta reglulegt Alþingi.

Með þessu álít jeg hv. þm. N.-Ísf. (S. St.) vera svarað.